Svona er lífið

Punktar

Sjálfstæðisflokkurinn og Samfylkingin hafa 68% fylgi samanlagt samkvæmt nýjustu skoðanakönnun. Ef þeir mynda ríkisstjórn í vor eftir kosningar, verður sú stjórn fylgjandi vatnsorkuverum á kostnað náttúruverndar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir er alltaf fylgjandi vatnsorkuverum eftir kosningar, þótt hún sé andvíg þeim fyrir kosningar. Samfylkingin bauð helzta ábyrgðarmann Kárahnjúkavirkjunar fram til formanns í Samtökum sveitarfélaga. Næsta misserið mun Samfylkingin tala fagurt um náttúruna, en mun síðan skipta um gír eftir kosningar.