Svona gerir maður ekki

Punktar

Björn Zoëga skortir mannasiði. Forstjóri Landspítalans virðir ekki hefðina um, að forustumenn launþega séu látnir í friði. Til að fyrirbyggja grun um, að verið sé að hefnast á þeim fyrir störf í þágu launþega. Þegjandi sátt er  við samningaborð um slíkar forvarnir. Björn hefur alls ekki skilið það. Ekki frekar en hann skilur sumt annað. Svo sem, að hann má ekki gera einkasamning við ráðherra um hærri laun sín, þegar spítalinn er skorinn niður við trog. Hvað eftir annað fellur kusk á hvítflibba forstjórans. Kemur vel fyrir í sjónvarpi, en bilar, þegar mest á reynir. Er ekki tími hans útrunninn þarna?