Svona gerir maður ekki

Punktar

Sigurður Ingi Jóhannsson útvegsráðherra hefur eyru, en notfærir sér þau ekki. Heyrir ekki það, sem honum er sagt. Ítrekað hefur komið fram, að Nærabergið kom ekki til Reykjavíkur til að landa afla. Það kom hingað vegna vélarbilunar. Sigurður Ingi heyrir það ekki og raunar enginn í ráðuneytinu. Hann tönnlast á , að hér séu „lög sem gilda um löndun erlendra skipa“. Eitt er að heyra svo illa, en vandinn doblast, sé um þjóðkunnan tudda að ræða. Þá verður vandinn að stóru fokki, sem laskar ráðherrann, flokk hans og ríkisstjórnina. Og hér er því miður enginn forsætis, sem segir við heyrnarlausa tuddann: „Svona gerir maður ekki“.