Blöðruhagkerfi Sjálfstæðisflokksins lýsir sér bezt í áherzlunni á stóriðju. Hagkerfið var blásið út á byggingartíma orkuvera og álvera. Síðan fór loftið úr blöðrunni, þegar framkvæmdum lauk. Þannig olli stóriðjustefnan sveiflum, sem fóru illa með hagkerfið. Út úr þessu kom lítil atvinna og gríðarlegar skuldir, sem veiktu hagkerfið. Ágóðinn hefur verið sáralítill. Stóriðjan leggur aðeins 2% til landsframleiðslu. Eðlileg renta af auðlindinni hefur ekki myndazt. Stafar af æðibunugangi Sjálfstæðisflokksins. Stóriðjuæðið var svo tryllt, að jafnan var samið um álver með ævintýralega lágu raforkuverði.