Björt Ólafsdóttir er þingmaður Bjartrar framtíðar. Mætti í haust á aðalfund kvótagreifa og lýsti stuðningi við þá. Þar með tók hún afstöðu gegn þjóðinni, sem þarf að endurheimta auðlindina. Þingflokkur Bjartrar framtíðar skilaði auðu á Alþingi í atkvæðagreiðslu um eftirgjöf í auðlindarentu kvótagreifanna. Sami flokkur studdi í raun slátrun nýrrar stjórnarskrár, sem átti að skerpa á þjóðareign auðlinda. Var þáttur í rugli flokksins um, að öll dýrin í skóginum eigi að vera vinir. Í baráttu þjóðar fyrir frelsi úr ánauð er Björt framtíð verri en engin. Verður fyrst flokka til að bjóða bófunum samstarf um valdastóla.