Ýmsir hafa vakið athygli á, að prófkjör Samfylkingarinnar hafa fært flokkinn nær stórvirkjunum og stóriðju. Efstu menn á listum eru án undantekninga lausir við að mylja undir ósnortin víðerni landsins. Hvað sem einstök þingmannsefni flokksins segja, er Samfylkingin komin með svarta stefnu Framsóknar í umhverfismálum. Þetta sendir kjósendum skýr skilaboð. Þeir, sem vilja vernda náttúru landsins, eiga ekki að líta við Samfylkingunni. Hún er í fyrsta lagi samábyrg flokkum ríkisstjórnarinnar fyrir eyðingu einstæðra náttúrufyrirbæra. Í öðru lagi er hún sannfærð um málstaðinn.