Allir pólitíkusar, embættismenn og blaðamenn í Bandaríkjunum, sem fylgjast með, vissu fyrir löngu, að stjórnvöld hafa aðgang að upplýsingum banka um allan heim. Einnig allir leiðtogar hryðjuverkamanna. New York Times, Wall Street Journal og Los Angeles Times gerðu ekki annað en að upplýsa fólk um þetta sama. Allt brjálaðist þar vestra, af því að ekki er til þess ætlast, að almenningur viti það, sem yfirstéttin veit og terroristar vita. Það er samvinnustofnun banka að nafni Swift í Belgíu, sem lætur yfirvöld vestra vita um grunsamlegar millifærslur á reikningum.