Sykur datt úr skatti

Punktar

Sykurskatturinn var fyrst réttlættur með því að fjölyrða um heilsu manna. Hann átti að vera eins konar tóbaks- eða áfengisskattur á sykri. Ég hefði verið sáttur við hann sem slíkan. Nú er hann ekki lengur sykurskattur að innihaldi. Hann leggst sem vörugjald á vörur án tillits til sykurs í vörunni. Þar með er fokin siðferðileg réttlæting skattsins. Hann er bara orðinn eins og hver annar skattur. Þar á ofan ruglar hann eðlilegt samhengi í verði matvæla. Ég er ekki sáttur við slíkan skatt. Auk þess er óbragð að skatti, sem settur er á flot á fölskum forsendum, með röngum réttlætingum.