Sýning fyrir fávitana

Punktar

Von er, að Sjálfstæðisflokkurinn gargi. Hann bjó sjálfur til IceSave ruglið, sem nú er komið á gjalddaga. Fjármálaráðherra og seðlabankastjóri Flokksins viðurkenndu ábyrgð Íslands fyrir ári með undirskrift. Svínaríið var líka á ábyrgð þáverandi þingflokksformanns og varaformanns flokksins. Það eru þau Bjarni Benediktsson og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sem nú eru að ganga af göflunum. Eins og geðveikir rónar hoppa þau með svívirðingum kringum björgunarsveitirnar, sem reyna að ljúka málinu. Lætin eru sýning fyrir þann þriðjung þjóðarinnar, sem er svo fávís, að hann skilur ekki sekt Flokksins.