Tækifærisþingmaðurinn

Punktar

Sigmundur Ernir Rúnarsson er óvenjulega tækifærissinnaður þingmaður. Hlustar vel á landsbyggðarvæl og neitar að samþykja niðurskurð í kjördæmi sínu. Gott dæmi um Ekki-ég úr Litlu gulu hænunni. Er ósáttur við friðun Þjórsárvera, því að þar gæti verið gott að hafa virkjun. Ég held hann eigi heima í sönnum stóriðju- og landsbyggðarflokki, Sjálfstæðisflokknum. Hann sé bara fyrir sögulega tilviljun í Samfylkingunni sem er meira úr hverfi 101. Í Flokknum fengi hann sálufélag ábyrgðarleysis við Jón Gunnarsson og Ásbjörn Óttarsson. Hótar nú að hætta að styðja stjórnina. Ætti sem fyrst að láta verða af því.