Tæknin flyzt austur

Punktar

Í langri grein í New York Times lýsir Thomas L. Friedman, hvernig Indland og Kína keppa ekki aðeins við Vesturlönd um færibandavinnu, heldur einnig hröðum skrefum í hátækni á borð við hugbúnað. Hann telur, að indverskir og kínverskir hátæknimenn séu fljótari að átta sig á breytingum en vestrænir hátæknimenn, sem oft séu latari. Nú þurfi hinir austrænu ekki lengur að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum, heldur geti þeir komið sér vel fyrir í heimahögum. Vestræn fyrirtæki leiti ekki bara að ódýru vinnuafli í þriðja heiminum, heldur að hæfari og vinnusamari sérfræðingum.