Tæknivilla Sunday Times

Punktar

Sunday Times hefur viðurkennt tæknivillu í skammagrein þess um Bláa lónið. Vatnið í lóninu kemur úr borholu, en er ekki frárennsli orkuversins. Önnur atriði greinarinnar hefur blaðið ekki leiðrétt, enda eru þau bara skoðanir í stíl við þær, sem algengar eru í fjölmiðlum. Bláa lóninu hefur því ekki tekizt að sveigja blaðið til hlýðni. Eftir stendur allur reiðilestur blaðsins um lón og búningsklefa, sóðaskap og ólykt. Bláa lónið hefur rekið sig á, að einungis röng meðferð staðreynda er leiðrétt í fjölmiðlum, en skoðanir í þeim eru hins vegar auðsæilega ekki leiðréttanlegar.