Tæpur stjórnarmeirihluti

Punktar

Ríkisstjórnin nýtur ekki stuðnings 35 þingmanna, þótt Steingrímur Sigfússon haldi því fram. Hún nýtur stuðnings 32 þingmanna. Þar á ofan nýtur hún eins konar hlutleysis þriggja þingmanna, sem segjast verja hana falli. Miklu máli skiptir, að dregin var til baka tillaga þingflokksformanns um stuðning við stjórnina. Efnisleg afgreiðsla hennar hefði sýnt, að stuðningurinn nemur 32 þingmönnum. Nemur þó meirihluta á þingi, því að andstaðan er ekki skipuð nema 28 þingmönnum. Ríkisstjórnin hrekst því áfram með tæpan stuðning í sumum málum. Telst ekki hægfara andlát, því að stjórnin verður varin falli.