Framsókn er búin að tapa öllu fylginu, sem hún stal með svikum í fyrravor. Um áramót voru 20.000 atkvæði farin, í febrúar fóru 10.000 atkvæði að auki. Eftir eru bara gentetísku framsóknarmennirnir, alls 26.000 manns. Þessar mjög svo grófu tölur gera ráð fyrir, að 2.000 atkvæði séu í hverju prósenti. Lítið skárri er staðan hjá Sjálfstæðisflokknum, sem tapaði 16.000 atkvæðum bara í febrúar. Eftir eru 38.000 atkvæði þar í flokki, lítið meira en fasta græðgis-teboðið. Eftir fanatík Davíðs Oddssonar, Geirs Haarde og Bjarna Ben er Flokkurinn orðinn helmingur af því, sem hann var á fyrri velgengnisárum.