Enn taka ráðherrar niður grímuna og sýna andlitin. Nú vilja Ragnheiður Elín og Sigurður Ingi fresta undirritun stækkun friðlands Þjórsárvera. Sem var í samræmi við rammaáætlun, samkomulag var komið og undirskrift boðuð í dag. Þá þeytir Hörður Arnarson í Landsvirkjun skiptilyklinum í gangverkið. Fjöldi fólks fer auðvitað af stað vegna þessa. Gerist, þegar 30.000 hafa skrifað undir áskorun um, að ríkisstjórnin láti auðlindarentuna í friði. Sigurði I. Jóhannssyni fannst á sínum tíma 15.000 undirskriftir jafngilda þjóðarvilja. En ekki lengur, gríma kvótaráðherrans er þegar fallin. Þetta eru bófar.