Margaret McTear hefur tapað máli í Bretlandi gegn Imperial Tobacco fyrir að drepa eiginmann hennar úr krabbameini. Dómurinn byggist á, að ekki sé hægt að kenna framleiðendum vondrar vöru um afleiðingar af notkun hennar, ef fólk veit um hættuna. Fólk, sem heldur áfram að reykja, þrátt fyrir aðvaranir á umbúðum, getur ekki sótt gull í greipar framleiðenda, ekki frekar en ofætur geta sótt gull í greipar McDonalds og annarra seljenda óætrar matvöru. Ef fólk kann að lesa og getur notfært sér blaðafréttir, á það sjálft að vita betur um hættuna og taka sjálft ábyrgð á eigin lífi.