Ef ég væri dómsmálaráðherra, mundi ég semja frumvarp um brottvísun víkinga. Þeir, sem valdið hafa landinu tjóni upp á milljarða eða meira, munu hvort sem er sleppa við dóma. Frumvarpið mundi gera ráð fyrir, að tuttugu-þrjátíu verstu skálkunum verði vísað úr landi. Vegabréfin tekin af þeim ævilangt. Þeir geta fengið fé frá Tortola til að láta falsa fyrir sig vegabréf frá Afríkuríki. Þeir geta svo dúllað sér erlendis við að eyða fénu, sem þeir stálu undan gjaldþrotunum. En við viljum aldrei sjá þá aftur. Alþingi mundi samþykkja lögin, ef þjóðin þrýsti á. Með pottum og sleifum á Austurvelli.