Takið af þeim vegabréfin

Punktar

Ríkisstjórnin mundi sætta þjóðina, ef tuttugu-þrjátíu verstu dólgum fjármálanna væri vísað ævilangt úr landi. Vegabréfið tekið af þeim. Það mundi gerast með frumvarpi, sem Alþingi samþykkti fyrir vorið. Skipuð yrði nefnd til að reikna tjón þjóðarinnar af hverjum dólgi fyrir sig. Þeim, sem valdið hafa tjóni upp á milljarð eða meira, verði vísað úr landi. Það er miklu einfaldara en að reyna að elta þá uppi í réttarsölum. Þar mundu klókir lagatæknar dansa hringi um fákæna bjórdósar-dómara og fá skilorð í kippum. Þjóðin mundi þá fyrst fá trú á stjórninni, ef hún mannaði sig upp í þetta.