Takk fyrir fésbókina

Punktar

Fésbók er frábær viðbót við blogg. Þar eru umsvifalaust teknar fyrir firrur og lygar, falsanir og hræsni pólitíkusa. Firrunum er slátrað lið fyrir lið. Væri ekki blogg og fésbók, hefðum við bara Sprengisanda á hefðbundnum fjölmiðlum. Drottningar kæmu bara í röðum með sínar firrur og lygar, falsanir og hræsni, án þess að þáttarstjórnandi æmti. Sem betur fer er hliðvarðar-hlutverki fjölmiðla lokið. Að vísu fylgist varla nema þriðjungur þjóðarinnar með hliðvörzlu bloggs og fésbókar. Samt stærri hluti en áður fylgdist með fréttum og fréttaskýringum fjölmiðla. Vonandi megnar ný samskiptatækni að hrista upp í sofandi kjósendum.