Takmarkaðar kannanir

Punktar

Skoðanakannanir segja okkur, hvernig fylgi þeirra, sem hafa gert upp hug sinn, skiptist milli fjögurra deilda fjórflokksins. Þær sýna aukið fylgi Sjálfstæðisflokks, minnkað fylgi Samfylkingarinnar og hrun Vinstri grænna. Þær segja okkur lítið um væntanlega þingmannatölu, því að þær segja okkur ekki, hver verða áhrif nýrra framboða. Það fer eftir stemmningunni í vor, en ekki eftir aðstæðum í janúar. Því er of snemmt að reikna skiptingu í stjórn og stjórnarandstöðu. Ljóst er þó, að innan Samfylkingarinnar er hreyfing í átt til sjónarmiða Sjálfstæðisflokksins, enda hefur fólkið gullfiskaminni.