Ísland verður að setja fjölmenningarstefnu mörk. Eigum ekki að víkja af sælum vegi vestrænnar menningar til að þóknast nýbúum. Séu þeir að flýja aðstæður í heimahögum, geta þeir ekki ætlast til að fá að búa hér til þær sömu aðstæður. Við eigum ekki að leyfa feðraveldi eða karlrembu múslima, ekki búrkur og aðra kvennakúgun. Eigum ekki að breyta skólamáltíðum eða frídögum. Eigum ekki að leyfa, að wahabítar/salafistar fjármagni moskur. Fjölmenningarstefna er ágæt, en verður að hafa takmörk. Við eigum ekki að láta reka sofandi að feigðarósi. Við eigum hins vegar að leyfa smíði mosku á þegar samþykktum stað í Sogamýri.