Takmörk samræðustjórnmála

Punktar

Gott er, ef hægt er að innleiða meiri samræðu- og samstarfsstjórnmál á alþingi í stað uppþota og málþófs. Fólk verður þó að átta sig á, að samræður í vinsemd eiga sér takmörk, þegar sérhagsmunir eru í húfi. Kvótagreifar hafna markaðslausnum í sjávarútvegi. Eru jafnvel enn að heimta, að ríkið borgi hluta af launum áhafna. Yfirgangur greifanna á sér engin takmörk og bófaflokkar alþingis taka mið af því. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram iðka sömu stjórnmálin, hvað sem tautar og raular, og Framsókn jafnvel líka. Því dugir ekki að ætlast til meiru af samræðupólitík en samstarfi fimm stjórnarflokka. Það eitt er mikilvægt markmið komandi alþingis.