Samkvæmt lýsingu Péturs Gunnarssonar á eyjan.is/hux/ verða lögreglufréttir til á þennan hátt: Spunakarl löggunnar skrifar lýsingu eftir yfirmanni, sem lýsir því sem undirmaður á vettvangi sagði yfirmanninum. Enginn þeirra lenti í atburðunum, sem lýst er. Maðurinn í bílslysinu, brunanum, ráninu talar ekki. Vitnið sjálft talar ekki. Notendur fjölmiðla fá bara illa gerða og mjög svo hagrædda frétt úr kerfinu. Réttar vinnureglur blaðamanna segja hins vegar, að blaðamenn verði sjálfir að tala við þá, sem lenda í fréttum. Samkvæmt þessu eru fjölmiðlar orðnir að málpípum stofnana með spunakarla.