Tala ljúft – hugsa flátt

Punktar

Þótt þingmannsefni Viðreisnar tali ljúft um þjónustuvilja við almenning, er ég fullur efasemda. Þetta er nánast allt fólk atvinnulífsins, ekki almennings. Allt fólk Sjálfstæðisflokksins, ekki miðflokka eða vinstri. Þarna er Þorgerður Katrín, fyrrverandi ráðherra kúlulána. Þarna er Þorsteinn Víglundsson, grátkarl og forstjóri Samtaka atvinnulífsins. Ég sé þetta fólk frekar í samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn heldur en Pírata. Uppspretta Viðreisnar er stuðningur við aðild að Evrópusambandinu. Það er eina stóra ágreiningsefnið gagnvart auðræði Sjálfstæðisflokksins. Ég sé Viðreisn sem þriðja hjól núverandi ógnarstjórnar.