Talað við almenning

Punktar

Katie Hafner segir í New York Times, að munurinn á Macintosh og Microsoft sé sá, að í Apple-búðunum séu sérhæfðir aðilar, sem leysa mál fólks ókeypis. Þannig getur fólk, sem kann ekkert í tölvumálum, rölt með PowerBook eða iBook sína í Apple-umboðið og fengið samvinnuþýðan mann til að fara yfir vandamál sín og leysa þau. Hafner segir, að þannig skapist tilfinningasamband, sem er óþekkt í Microsoft-heiminum. Raunar byggist veldi Microsoft á, að einungis sérfræðingar geta leyst þann aragrúa vandamála, sem fylgir Windows og þess vegna eru fjölmennar sveitir á kaupi við að leysa mál.