Framtíð íslenzkrar tungu felst í getu hennar til að tala við tölvur og stjórna þeim. Google er komið lengst. Innan tíðar verður þessi möguleiki að veruleika. Töluðu máli verður breytt í texta. Að vísu er íslenzka útgáfan frumstæðari en sú enska. Kallar á notkun lyklaborðs við setninga- og greinarmerki. Undarlegt er, að ríkisvaldið skuli taka lítinn fjárhagsþátt í slíkri tæknivinnu. Forsenda þess, að hér verði áfram sérstök þjóð næstu áratugina. Dýrmætara en flutningur Sigmundar Davíðs á 20. aldar steinvegg fyrir hálfan milljarð króna. Gamaldags þjóðrembingar skilja nefnilega ekki, hvað varðveitir tilveru okkar sem þjóðar.