Talar ekki íslenzku

Punktar

Kristján Þór Júlíusson segir ekki, að skera þurfi niður heilsuþjónustu. Orðar það svo, að hagræða þurfi. Hagræða? Segir ekki, að gagnrýnendur eigi að halda kjafti. Orðar það svo, að vanda þurfi umræðuna um Landspítalann. Er vandinn þar? Segir ekki, að ástandið sé í steik. Orðar það svo, að umræða um ástandið sé í ólagi. Umræðan í ólagi? Þurfa álitsgjafar endurhæfingu? Segir ekki, að stór hluti heilsuþjónustu hrynji. Orðar það svo, að grunnþjónustan verði vernduð. Grunnþjónustan? Kristján talar ekki íslenzku. Talar newspeak úr bók Orwell. Hafnar veruleika, lifir í sýndarveruleika hugtakabrenglunar.