Talíbanar á sigurbraut

Punktar

Rúmlega helmingur Afganistans er kominn í hendur talíbana eftir langvinnan hernað Bandaríkjanna og Atlantshafsbandalagsins. Það er niðurstaða Senlis stofnunarinnar, sem starfar á vegum IISS, Alþjóða herfræðistofnunarinnar. Nákvæmlega tilgreint ráða talíbanar 54% landsins. Mikið mannfall óbreyttra borgara af völdum skotglaðra hermanna frá Vesturlöndum hefur snúið áliti almennings gegn hernáminu. Senlis segir, að menn vinni ekki hug og hjörtu fólks með því að drepa það. Það er ráðgjöf, sem Bandaríkin hafa aldrei fattað. Enn er spurt, hvers vegna Ísland styður morðsveitir Vesturlanda.