Það gengur ekki, að talsmaður neytenda sé á daglegum fundum áróðursstjórnar Framsóknar síðustu vikur fyrir kosningar. Hann getur ekki í senn verið embættismaður og áróðursmaður flokks. Allt sem hann gerir í embætti sínu veldur vantrausti vegna þessa. Hvenær er hann talsmaður Framsóknar og hvenær er hann talsmaður neytenda? Hve mikil prósenta af hvoru? Dæmi um þetta rugl er krafa hans um lausn á vanda húsnæðisskuldara. Hann vill velta skuldunum yfir á ríkissjóð, sem er annað nafn á börnum okkar og barnabörnum. Gísli Tryggvason verður að ákveða, hvar hann stendur. Velja annað og hafna hinu.