Tannlækningar hafa jafnan verið utan sjúkrasamlags. Ríkið hefur tekið lítinn sem engan þátt í kostnaði við tannlækningar. Skólatannlækningar voru lagðar niður á velgengnisárum frjálshyggjunnar. Nú er sannleikurinn kominn í ljós. Börn með tannpínu fara ekki til tannlæknis vegna kostnaðar. Þau eru svæfð á kvöldin með gráti og verkjalyfjum. Foreldrarnir hafa ekki ráð á tannlækni. Enginn getur útskýrt, hvers vegna tennur teljast ekki með öðrum líkamshlutum í tryggingakerfinu. Væntanlega afnemur vinstri stjórnin misjafnan aðgang barna að tannlækningum. Afnemur hinn illa arf frá tíma frjálshyggjunnar.