Tapa alls staðar

Punktar

Bandaríkin eru á hálum ís. Æsa almenningsálitið gegn óþrifastjórn Norður-Kóreu með misnotkun hlýðinna fjölmiðla. Eru samtímis að abbast upp á Íran. Er fólk ekki búið að fá nóg af hernaði Bandaríkjanna í Asíu? Fyrst náðu þau bara jöfnu við Norður-Kóreu. Svo töpuðu Bandaríkin fyrir Norður-Víetnam. Frægar eru myndirnar af stjórnlausum tilraunum fólks til að flýja upp í þyrlu af þaki sendiráðsins í Saigon. Næst kom stríð gegn Afganistan, sem nú er nánast samfelld rúst, án þess að komið hafi að gagni. Svo Írak og loks Sýrland, samfelld geðveiki bandarísks flughernaðar. Bandaríkin tapa alls staðar. Það hefur sýnt sig fimm sinnum í röð.