Tapa líka Ástralíu

Punktar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun hafa Ástralíumenn, sem áður voru helztu stuðningsmenn Bandaríkjanna, snúist gegn þeim. Fleiri Ástralíumenn eru núna hlynntir samstarfi við Kína og Japan en Bandaríkjunum. Þessi niðurstaða hefur komið á óvart, því að hingað til hefur Ástralía verið mikilvægasta stuðningsríki Bandaríkjanna á eftir Bretlandi í stríðinu gegn Írak. Samkvæmt rannsókn, sem tengist könnuninni, eru Ástralíumenn ósáttir við einleik Bandaríkjanna í málefnum heimsins. Meirihluti Ástralíumanna jafnar hættunni frá Bandaríkjunum við hættuna frá hryðjuverkamönnum. Sjá grein í IHT.