Hvað sem starfsmenn Landlæknis segja, þá er stríðið við fíkniefni tapað og það fyrir löngu. Aðeins er hægt að skipuleggja vandann eins og stríðið við áfengið er höndlað sem tapað. Einn þátt vandans er hægt að leysa alveg, yfirtöku glæpaflokka á ýmsum svæðum samfélagsins. Það gerist með því að láta ríkið taka yfir sölu fíkniefna samhliða ábyrgu eftirliti og skráningu. Þar með er rekstrargrundvelli glæpaflokka rutt um koll. Lög og réttur taka yfir fleiri svæði samfélagsins. Það væri mikill varnarsigur. Til þess að vinna þann sigur, þarf yfirvaldið að skilja, að meginstríðið er fyrir löngu tapað.