Tapið er þjóðnýtt

Punktar

Joseph Stiglitz nóbelshagfræðingur ræðir kreppuna í grein í International Herald Tribune í dag. Hann segir aðgerðir stjórnvalda felast í, að gróði sé einkavæddur, en tap sé þjóðnýtt. Í Bandaríkjunum og víðar er bönkum og fjármagnseigendum bjargað á kostnað skattgreiðenda. Sama hefur verið gert hér á landi, en í smærri stíl. Grein Stiglitz er fremur þung, en góð lesning. Hún sýnir, að enn ræður ofsatrú frjálshyggju ríkjum á Vesturlöndum og í samtökum þeirra. Ég minni á Alþjóða gjaldeyrissjóðinn í því samhengi. Vonlaust er að reyna að lækna blússandi sjúkdóm með sjúkdómnum sjálfum.