Undantekningarlaust hafa fjölmiðlar athugasemdalaust flutt okkur fullyrðingar um, að skógrækt sé að verða arðbær. Því fer fjarri, því stærstu kostnaðarliði vantar í dæmið, girðingar, plöntur, gróðursetningu. Það eru liðir, sem ríkið borgar að mestu, fyrir hönd skattgreiðenda. Skógræktendur reikna bara kostnað við grisjun skógar, sögun trjáa og flutning á viði. Verst er, að þessi skakka mynd hvetur til framhalds á taumlausri skógrækt. Eins og þeirri í Norðurárdal í Skagafirði, þar sem barri er plantað hæst upp í hlíðar. Fara verður af skynsemi og aðgát í útbreiðslu skóga eins og í aðrar mannsins dellur líðandi stundar.