Viðskiptablaðið reynir ítrekað að koma Hönnu Birnu til aukinna valda, nú á kostnað Bjarna Ben. Eðlilegt framhald af fyrra ferli hennar. Hann einkennist af tilraunum til að grafa undan þeim, sem hún taldi vera fyrir sér. Vildi verða borgarstjóri, flokksformaður, forsætisráðherra, nefnið það bara. Alls staðar hamast Hanna Birna í undirferli. Vinnubrögðin sáust vel í lekamálinu svokallaða, þegar aðstoðarmenn hennar fölsuðu skjal, ég veit ekki til hvers. Mér sýnist ráðherradómur hennar ekki hafa verið til þess fallinn, að fólkið í landinu muni fagna henni sem frelsara. En fátt er um fína drætti í flokknum.