„Leyfum [mennta]kerfinu að sigla, en mölvum út úr því“. Það sagði Margrét Pála Ólafsdóttir á fundi Samtaka atvinnulífsins. Síðar mætti Ásdís Halla Bragadóttir á fund sömu samtaka og sagði: „Albanía er ljósárum á undan okkur í valfrelsi og samkeppni í heilbrigðisrekstri“ Látum hjá líða að ræða heimsku orðanna. Voru sögð til að freista greifa til fjárfestinga í einkareknum fyrirtækjum í menntun og heilsu. Vil bara minna á ofsalegan fögnuð fundarmanna, sem hlustuðu á tvenn skilaboð frá íslenzkum anga hins fanatíska bandaríska teboðs. Æstir atvinnurekendur telja núna vera gott færi á að rústa ríkisrekstri innviða samfélagsins.