Óþjóðalýðurinn á alþingi hefur svikið þjóðina verr en nokkru sinni fyrr. Í upphafi kjörtímabilsins komst til valda ný stjórn út á skrifleg loforð um stjórnarskrá og fyrningu kvóta. Þau loforð voru aðeins gefin til að ná kjöri og geta myndað stjórn. Fyrning kvótans var sent beint í allsherjar klúður, en stjórnarskránni var fleygt í feril fólksins. Svo kom í ljós, að sá ferill skilaði árangri. Stjórnlagaráð náði eindrægni um nýja stjórnarskrá og þjóðin samþykkti útkomuna yfirgnæfandi í þjóðaratkvæði. Óþjóðalýðurinn á alþingi hefur síðan beitt alls konar brögðum til að tefja og tæta málið til dauðs.