Teflonið virkar enn

Punktar

Lengi hafa pólitíkusar lekið eins og sigti. Því merkilegra er, hvernig Katrínu Jakobsdóttur tekst að láta heilan hóp kjaftagleiðra þegja um gang mála. Stundum segir hún að stjórnarmyndunin gangi vel. Jafnvel þótt hún liggi að mestu niðri um heila helgi. Fólk talar þó saman, er sagt. Ekki er enn upplýst um málefnasamning. Enda spilar hann kannski enga rullu. Þó er farið að tala um stóla, sem er kjarni málsins. Katrín verður forsætis og Bjarni kannski fjármála. Lengra nær það ekki, En fólk spjallar um, að það sé löngu ákveðið ferli. Hafi líklega byrjað í fyrra. Katrín segir ekki satt orð og kemst upp með það. Teflonið hennar virkar enn.