Tekur ekki sönsum

Punktar

Þótt tilraunir Fjármálaráðuneytisins til landvinninga gegn bændum hafi farið út um þúfur í Árnessýslu, heldur það áfram að gera kröfur til eigna hringinn um landið. Ætla mætti, að hæstaréttardómar í fyrstu málum væru prófmál fyrir það, sem á eftir komi. En ráðuneytið lætur sér samt ekki segjast og heldur fast við ítrustu kröfur, þótt ljóst sé af dómum, að þær muni ekki ná fram að ganga. Vinnubrögð ráðuneytisins eru þrjózka, sems hefur þann eina tilgang að skapa lögmönnum vinnu á kostnað bænda og skattgreiðenda. Árni Mathiesen á að borga vitleysuna sjálfur.