Telja fólk til vandræða

Punktar

Ábyrgðarmenn leyndarmálsins um geislavirkar úrfellingar í borholum hitaveitu Suðurnesja hugleiddu, hvort þær kæmu fólki við. Fengu þá niðurstöðu, að svo væri ekki, málið væri varla svo alvarlegt. Dæmigert fyrir hrokagikki, sem telja almenning vera vandræðafólk. Samkvæmt lögum áttu Geislavarnir ríkisins að láta fólk vita, en gerðu ekki. Fáir munu treysta þeim hér eftir, er þeir segja allt vera í fínu lagi. Stofnunin hefur glatað trausti. Þarf að axla ábyrgð á heimsku forstjórans. Þeir tímar eru runnir upp í þjóðfélaginu, að kontóristar ráðskast ekki með þekkingu fólks. Ákveða tæpast lengur, hvað fólk „þurfi ekki“ að vita.