Terminator IV

Punktar

Peter Bradshaw gerir í Guardian grín að fyrirætlunum Arnold Schwarzenegger um framboð til ríkisstjóra í Kaliforníu. Höfundurinn segir leikarann ekki gera sér neina grein fyrir, að kröfur til stjórnmálamanna séu mun strangari en kröfur til leikara. Meðal annars verði grafin upp óþægileg atriði í sögu mannlegra samskipta leikarans og einnig minnt á, að faðir hans var nazisti í Austurríki. Bradshaw rifjar í leiðinni upp sérstakar forsendur þess, að Ronald Reagan varð stjórnmálamaður og forseti. Hann telur, að Glenda Jackson og Clint Eastwood hafi ekki riðið feitum hesti frá stökki inn í stjórnmálin.