Terror breytir viðhorfum

Punktar

Bruxelles er gott dæmi um, hvernig terror breytir lífinu á vesturlöndum. Dögum saman í nóvember lá lífið í borginni beinlínis niðri í kjölfar hryðjuverkanna í París. Her og lögregla var það eina á ferli. Milli jóla og nýárs voru miklar húsleitir í múslimahverfinu Molenbeek í aðeins 20 mínútna göngufæri frá Grand Place, miðpunkti borgarinnar. Áramótahátíðinni á torginu var aflýst. Fólk spyr sig, hvort framvegis verði hægt að sækja kaffihús, matsölustaði, tónleika eða bíósali. 272 Belgar hafa tekið þátt í Isis í Sýrlandi, 121 er kominn til baka. Allt þetta mun magna hatur á múslimum almennt og skrúfa niður móttöku þeirra.