Texti er ein heild

Punktar

Sýkna Reynis Traustasonar og Jóns Trausta Reynissonar í Hæstarétti færir dóma aftur í fyrra horf. Liðið er það tímabil, að lagatæknar gátu hengt sig í stök orð í meiðyrðamálum. Meta verður ritað efni „sem eina heild“. Lagatæknar mega ekki festa sig í textaskýringum einstakra orða eins og þau hafi sjálfstætt gildi. Tungumál er ekki stök orð, heldur fljótandi heild með inntaki, sem næst ekki með orðhenglum lagatækna Njálu. Í Vestur-Evrópu var aldrei innleiddur sá orðhengilsháttur, sem íslenzkir dómarar hafa beitt. Loksins nú má búast við að meiðyrðadómar í Hæstarétti fylgi vestrænum skilningi á texta „sem einni heild“.