Þá hló ég upphátt

Fjölmiðlun

Ritstjórar norrænu blaðanna víttu forsætisráðherra Bretlands í gær. Sögðu David Cameron hafa hrifsað Bretland úr forustusveit vestræns lýðræðis. Það gerði hann með handtöku David Miranda á Heathrow-flugvelli um daginn. Kvarta yfir misnotkun hryðjuverkalaga. Undir víturnar skrifa ritstjórar Politiken, Dagens Nyheter, Aftenposten og Helsingin Sanomat. Þetta voru Bo Lidegård, Peter Wolodarski, Hilde Haugsgjerd og Riikka Venäläinen. Ekkert íslenzkt dagblað var í hinum fríða hópi, enginn íslenzkur ritstjóri. Hér er nefnilega ekki til alvöru dagblað. Ég hugsaði um Moggann og Davíð og hló upphátt.