Þegar ég var ungur, hélt ég, að á Íslandi væri ókeypis velferð að norrænum hætti. Líklega var það nokkurn veginn rétt í þá daga. Nú veit ég, að ekki lengur ríkir hér ókeypis velferð. Fólk borgar sjálft vaxandi hluta. Fátækir eru látnir borga sitt krabbamein. Margir neita sér beinlínis um læknishjálp og lyfjakaup. Þessi stefna er keyrð fram af pólitísku trúarofstæki, þótt ríflegur meirihluti kjósenda vilji ókeypis velferð. Ég fylgi þeim meirihluta, en er ekki sósíalisti. Tel þetta vera ástand, sem þarf að laga og verði lagað. Felur bara í sér mannlega samstöðu, burtséð frá gömlum kreddum. Sem hafa um áratugi stolið öllum hagvexti Íslands.