Það er Andri Snær

Punktar

Andri Snær er maðurinn í embætti forseta. Þekktastur sem víðlesinn rithöfundur heima og erlendis. Hefur hrist upp í fólki fyrir skoðanir, sem voru róttækar, en eru það ekki lengur. Umhverfisvernd er ekki lengur jaðarskoðun og það er að miklu leyti Andra Snæ að þakka. Ýmsir aðrir frambjóðendur eru frambærilegir, þótt þeir hafi ekki sama sannfæringarkraft í þágu lýðræðis, menningar og  umhverfis okkar. Flestir munu ekki standa í vegi nýrrar stjórnarskrár, en Andri Snær mun styðja við hana. Kosning hans væri dæmi þess, að gömlu sérhagsmunakarlarnir eru hver að öðrum að falla af stalli. Og nýja Ísland er að taka við keflinu.