Ágætis graf í Mogganum í gær sýndi, að Reykjavík er ekki mitt á milli Evrópu og Ameríku í fararsniði fólks. Fjórum sinnum fleiri Reykvíkingar ganga eða hjóla í vinnuna en í Houston, Atlanta og Phoehnix hlutfallslega. Þeir voru raunar litlu færri hér en í Stokkhólmi og Osló. Það er fyrst og fremst strætó, sem bilar í samanburði við almenningssamgöngur í borgum Evrópu. Hér taka nánast engir strætó nema börn og gamalmenni. Aðstandendur grafsins telja sér trú um, að það sýni of mikinn einkabílisma hér í borg. Það er rangt, grafið sýnir lélega þjónustu hjá strætó og skort á lestum.