Það snýst um vatnið

Punktar

Ríkisstjórn Ísraels hefur nú bannað Palestínumönnum að bora eftir vatni í Palestínu. Allt frá árinu 1967 hefur Ísrael skipulega notað hernumdu svæðinu til að bora eftir vatni fyrir sig. Helmingur af vatni Ísraels kemur frá Palestínu. Árið 1967 hertók Ísrael vatnsbrunna Palestínu og hefur síðan skammtað heimamönnum aðgang að þeim, þannig að hver Ísraelsmaður fái sex sinnum meira vatn en hver Palestínumaður. Þegar skortur er á vatni, er skrúfað fyrir vatnið til Palestínumanna, svo að Ísraelsmenn hafi nóg vatn í sundlaugum sínum í ólöglegum byggðum ísraelskra landnema í Palestínu. Nýja borunarbannið hefur mjög slæm áhrif á landbúnað og heilsufar Palestínumanna. Þetta er heimshluti, þar sem vatn er verðmætara og dýrara en olía. Jessica McCallin segir frá þessu í Sunday Herald.