Það versta er afstaðið

Punktar

Geir H. Haarde metur rétt stöðu Íslands og krónunnar. Hvatar að óförum okkar voru tveir, alþjóðleg lausafjárkreppa upprunnin í Bandaríkjunum og gjaldeyrisskortur á Íslandi. Gjaldeyrisskorturinn er bönkum, Seðlabanka og ríkisstjórn að kenna. Nú er krónan hætt að falla. Næsta skref kreppunnar mun ekki koma okkur eins á óvart og það fyrsta. Sem fyrr kemur næsti slinkur frá Bandaríkjunum og okkar menn þurfa að vera undir hann búinn. Mikilvægt er, að stjórnvöld og Seðlabanki safni gjaldeyri til að mæta hugsanlegu áhlaupi á krónuna. Þá er líklega það versta þegar afstaðið.